Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   fös 26. september 2025 15:11
Elvar Geir Magnússon
U16 gerði jafntefli við Finnland
Magnús Daði Ottesen.
Magnús Daði Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U16 landslið karla gerði 1-1 jafntelfi við Finnland í síðasta leik sínum á æfingamóti í Finnlandi.

Magnús Daði Ottesen, leikmaður Fylkis og sonur Sölva Ottesen þjálfara Víkings, skoraði mark Íslands. Ísland var yfir í hálfleik en Magnús skoraði á 23. mínútu og er hægt að sjá markið hér að neðan.

Finnar jöfnuðu á 76. mínútu eftir slæma sendingu í vörn Íslands en hér er skýrsla íslenska liðsins.

Íslensku strákarnir fóru taplausir heim af mótinu en liðið vann Eistland 4-2 og Norður Írland 3-2.


Athugasemdir
banner