Besta deild karla heldur áfram að rúlla á morgun en leikarinn Halldór Gylfason tók að sér það verkefni að spá í leikina að þessu sinni.
Það er nóg að gera hjá Dóra þessa dagana en ásamt því að leika í söngleiknum Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu þá fer hann með aðalhlutverkið í nýjum sjónvarpsþáttum á Sýn sem bera heitið Brjánn. Þættirnir fjalla um Brján sem tekur óvænt við liði Þróttar þrátt fyrir að vera ekki með neina þjálfarareynslu, nema úr tölvuleiknum Football Manager. Það er óhætt að mæla með þeim þáttum!
Það er nóg að gera hjá Dóra þessa dagana en ásamt því að leika í söngleiknum Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu þá fer hann með aðalhlutverkið í nýjum sjónvarpsþáttum á Sýn sem bera heitið Brjánn. Þættirnir fjalla um Brján sem tekur óvænt við liði Þróttar þrátt fyrir að vera ekki með neina þjálfarareynslu, nema úr tölvuleiknum Football Manager. Það er óhætt að mæla með þeim þáttum!
Efri hluti
FH 3 - 1 Breiðablik (14:00 á morgun)
FH á grasi og Breiðablik í brasi. Heimir verður áfram í Krikanum og Venni í Dalnum. Málið dautt.
Fram 0 - 1 Valur (19:15 á sunnudag)
Valsmenn vakna. Skora úr víti. Bragðdaufur leikur.
Stjarnan 1 - 2 Víkingur R. (19:15 á mánudag)
Úffff hér erfitt að spá. Hörkuleikur! Heitustu liðin. Troðfull stúka. Dólgur í mönnum. Uppþot jafnvel.
Neðri hluti
ÍA 0 - 0 KR (14:00 á morgun)
Vesturbæingar fatta allt í einu að þeir geta spila vörn öllum á óvart. Skagamenn munu taka litla sénsa. Leikur án mistaka.
Vestri 3 - 4 ÍBV (13:00 á sunnudag)
Mesta fjörið verður fyrir vestan. Skemmtilegasti leikurinn. Vestri mun komast í 2-0 en Eyjamenn gefast aldrei upp. Óliver með þrennu.
Afturelding 2 - 1 KA (16:00 á sunnudag)
Full stúka á Varmá og allir hressir. Þorpið vaknar fílingur yfir þessum leik. Veisluhöld og partýstand í Mosó út alla helgina í kjölfarið.
Fyrri spámenn:
Ási Haralds (5 réttir)
Eggert Aron (5 réttir)
Bjössi Hreiðars (4 réttir)
Aron Guðmunds (4 réttir)
Atli Barkar (4 réttir)
Maggi Matt (4 réttir)
Eyþór Aron Wöhler (3 réttir)
Þór Llorens (3 réttir)
Sigfús Fannar (2 réttir)
Arnar Sveinn (2 réttir)
Reynir Haralds (2 réttir)
Adam Árni (2 réttir)
Gummi Júl (2 réttir)
Valur Gunnars (2 réttir)
Hinrik Harðar (2 réttir)
Einar Jónsson (2 réttir)
Halldór Smári (2 réttir)
Fanndís Friðriks (2 réttir)
Einar Freyr (2 réttir)
Andrea Rut (1 réttur)
Kári Sigfússon (1 réttur)
Leifur Þorsteins (1 réttur)
Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni eins og hún er akkúrat núna.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 23 | 13 | 6 | 4 | 49 - 28 | +21 | 45 |
2. Valur | 23 | 12 | 5 | 6 | 54 - 36 | +18 | 41 |
3. Stjarnan | 23 | 12 | 5 | 6 | 43 - 35 | +8 | 41 |
4. Breiðablik | 23 | 9 | 8 | 6 | 38 - 36 | +2 | 35 |
5. FH | 23 | 8 | 7 | 8 | 41 - 35 | +6 | 31 |
6. Fram | 23 | 8 | 5 | 10 | 33 - 33 | 0 | 29 |
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KA | 23 | 9 | 5 | 9 | 33 - 41 | -8 | 32 |
2. ÍBV | 23 | 8 | 6 | 9 | 25 - 29 | -4 | 30 |
3. Vestri | 23 | 8 | 3 | 12 | 23 - 32 | -9 | 27 |
4. ÍA | 23 | 8 | 1 | 14 | 30 - 43 | -13 | 25 |
5. KR | 23 | 6 | 6 | 11 | 44 - 55 | -11 | 24 |
6. Afturelding | 23 | 5 | 7 | 11 | 30 - 40 | -10 | 22 |
Athugasemdir