Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
banner
   lau 27. september 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frank: Það eina sem ég get gert er að einbeita mér að því að hjálpa liðinu
Mynd: EPA
Daniel Levy hætti sem stjórnarformaður Tottenham fyrr í þessum mánuði eftir rúm 20 ár í starfi. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið að félagið væri ekki til sölu.

ENIC, fyrirtækið sem á Tottenham, er að mestu í eigu Joe Lewis og fjölskyldu hans en félagið hefur hafnað nokkrum tilboðum undanfarið.

„Levy hefur verið hérna í 25 ár og það urðu breytingar sem ég átti ekki von á. Síðan þá hefur Lewis fjölskyldan verið mjög skýr í samskiptum um að félagið sé ekki til sölu," sagði Thomas Frank, stjóri Tottenham.

„Ég er í mjög öruggu umhverfi. Ég hef lært það í gegnum árin að það eina sem hjálpar mér er að það eina sem ég get gert er að einbeita mér að því að hjálpa liðinu og leikmönnunum."
Athugasemdir
banner