Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   fös 26. september 2025 15:15
Enski boltinn
Þurfa kannski bara að taka eitt kvöld á pöbbnum saman
Unai Emery, stjóri Aston Villa.
Unai Emery, stjóri Aston Villa.
Mynd: EPA
Morgan Rogers.
Morgan Rogers.
Mynd: EPA
Mestu vonbrigðin í ensku úrvalsdeildinni hingað til eru Aston Villa sem hafa litið hörmulega út í byrjun móts.

Villa skoraði sitt fyrsta mark í deildinni um síðustu helgi en tókst samt sem áður ekki að vinna nýliða Sunderland sem voru einum færri í um klukkutíma.

„Fer ekki að hitna undir Unai Emery?" spurði Kári Snorrason í síðasta þætti af Enski boltinn hlaðvarpinu.

„Jú, ég hugsaði það einmitt en mér finnst það svo grimmt eftir allt sem hann hefur gert fyrir félagið. Ég hugsa að þetta sé ekkert á honum. Ef maður horfir á liðið, þetta er lið sem fór í Meistaradeildina, hvað er Emiliano Buendia að byrja þarna? Hvert fór allur Meistaradeildarpeningurinn? Hvað eru þeir að gera?" sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í þættinum.

Sóknarlega hefur Aston Villa liðið verið virkilega slakt og hugmyndasnautt.

„Mín mestu vonbrigði eru Morgan Rogers. Hann var einn minn uppáhaldsleikmaður á síðasta tímabili, var geggjaður. Mig langaði að Chelsea myndi kaupa hann," sagði Haraldur Örn Haraldsson.

„Hann hefur ekki getað blautan skít á þessu tímabili," sagði Haraldur jafnframt en það hefur mikil áhrif ef Rogers og Ollie Watkins eru ekki að finna sig.

„Maður hefur alveg trú á þessu liði. Þeir voru skemmtilegir í fyrra. Það er spurning hvort þeir þurfi ekki bara að taka eitt kvöld á pöbbnum saman og gera eitthvað skemmtilegt," sagði Kári léttur.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan en það er spurning hvort Villa fari að rífa sig í gang.
Enski boltinn - Hvað var maðurinn að hugsa?
Athugasemdir
banner
banner