Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   fös 26. september 2025 13:00
Kári Snorrason
Líkleg byrjunarlið fyrir 70 milljón króna leikinn - Reynslan gegn ungdómnum
Lengjudeildin
Sæti í bestu deildinni verður í húfi á laugardag.
Sæti í bestu deildinni verður í húfi á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurliðið hampar þessum fallega grip.
Sigurliðið hampar þessum fallega grip.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík fór jafnframt í úrslitaleikinn í fyrra.
Keflavík fór jafnframt í úrslitaleikinn í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Aron verður að öllum líkindum ekki með á morgun.
Þorsteinn Aron verður að öllum líkindum ekki með á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ljubicic mætir sínum gömlu félögum.
Ljubicic mætir sínum gömlu félögum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík og HK mætast á laugardaginn í úrslitaleik Lengjudeildarinnar á Laugardalsvelli. Sigurliðið tryggir sér sæti í Bestu-deildinni á næsta tímabili og því mikið undir.

Úrslitaleikurinn hefur verið kallaður 50 milljón króna leikurinn undanfarin tvö ár. En á blaðamannafundi í gær kynnti Guðmundur Benediktsson leikinn sem 70 milljón króna leikinn. Verðbólgan lætur engan ósnortinn.

Fótbolti.net setti saman líkleg byrjunarlið liðanna fyrir 70 milljón króna leikinn á laugardag.



Tveir lykilmenn HK verða af öllum líkindum fjarverandi á sunnudaginn, en þeir Þorsteinn Aron Antonsson og Bart Kooistra eru báðir meiddir. Þorsteinn er einn besti hafsent deildarinnar, en Kooistra hefur komið með ferskan blæ inn í sóknarleik HK-inga.

Stærstu spurningarmerkin eru í vinstri bakvarðarstöðunni og á miðjunni. Ívar Örn hefur spilað undanfarið á miðjunni en ásamt honum er Eiður Atli. Magnús Arnar hefur spilað vel og gerir tilkall á miðjunni en við tippum á að Hemmi treysti á reynsluna í Eiði.

Við gerum ráð fyrir að Hermann byrji með Karl Ágúst og Dag Orra inn á, en Hermann hefur þó ekki hikað við að bekkja heita leikmenn. Þorvaldur Smári, strákur fæddur árið 2008, hefur spilað stóra rullu undanfarið og gerir tilkall í stöðurnar framarlega á vellinum .



Keflavík tryggði sér sæti í úrslitaleikinn með 0-3 sigri á grönnum sínum í Njarðvík. Þjálfari Keflvíkinga, Haraldur Freyr Guðmundsson, var að vonum hæstánægður með þann leik og við tippum á að hann geri engar breytingar á byrjunarliði á laugardaginn.

Keflavíkurliðið hefur mikla reynslu, bræðurnir á miðjunni þeir Frans og Sindri fara þar í broddi fylkingar. Auk þeirra er Stefan Ljubicic er að komast í gang eftir erfiða byrjun á mótinu.

Sá sem er næst byrjunarliðinu er Kári Sigfússon og ef það væri gerð breyting á myndi hann eflaust koma inn fyrir Mudrazija á kantinn.

Leikurinn hefst klukkan 16:15 á morgun og er hægt að nálgast miða hér.


Athugasemdir
banner