Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   lau 27. september 2025 17:28
Kjartan Leifur Sigurðsson
Framtíð Heimis í óvissu: Ólíklegt að ég haldi áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH og Breiðablik skildu jöfn 1-1 í 24. umferð Bestu deildar karla fyrr í dag. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, er svekktur yfir því að sínir menn hafi ekki hirt stigin þrjú.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Breiðablik

„Svekkjandi að vinna ekki þennan leik. VIð vorum góðir en Blikar voru meira með boltann sem var viðbúið enda er valinn maður í hverju rúmi þar. Við komumst yfir og fengum góð tækifæri í skyndisóknum en ákvörðunartaka á boltanum var ekki nógu góð. Við áttum möguleika á að koma þessu í 2-0 sem hefði klárað þennan leik, 1-0 er hættuleg staða."

Mathias Rosenorn fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks. FH höfðu klárað sínar skiptingar og fékk því Sigurður Bjartur Hallsson að spreyta sig í markinu, með góðum árangri.

„Við vorum með æfingu í sumar degi eftir leik og Mathias var tæpur þannig Siggi fór í markið og var frábær. Við vildum ekki missa hann úr framlínunni en hann var eini kosturinn í stöðunni og varði frábærlega einu sinni."

FH eru ekki að spila upp á mikið en eflaust er auðvelt að gíra sig upp í heimaleiki enda er liðið enn taplaust þar.

„Við erum að spila upp á stoltið. Við skitum í heyið í fyrra í úrslitakeppninni og viljum ekki gera það aftur. Tveir fínir leikir en vonbrigði að vera ekki með fleiri stig."

Samningur Heimis rennur út í lok tímabils og er orðið á götunni þessa stundina að ráðist verði í þjálfarabreytingar í Krikanum og Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, verði ráðinn inn í stað Heimis.

„Það hefur enginn talað við mig og ég veit ekki neitt. Eins og staðan er í dag þykir mér ólíklegt að ég haldi áfram."

Aðspurður segist Heimir þó hafa áhuga á því að halda áfram með liðið.

„Ég hef áhuga á því að vera áfram. Við spilum í dag gegn Íslandsmeisturum og erum óheppnir að vinna ekki leikinn, höfum fengið 7 stig af 9 mögulegum gegn Breiðabliki. Í síðustu umferð spiluðum við gegn Stjörnunni, sem hefur verið heitasta liðið í deildinni, og áttum möguleika á því að vinna þann leik. Við byrjuðum þessa vegferð í haust og höfum spilað mjög vel í seinni umferðinni en þetta er bara staðan eins og hún er í dag"
Athugasemdir
banner
banner