Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
   lau 27. september 2025 14:46
Brynjar Ingi Erluson
Afar umdeilt mark á Selhurst Park - Slot fékk gult fyrir mótmæli
Ismaila Sarr skoraði eftir hornspyrnuna umdeildu
Ismaila Sarr skoraði eftir hornspyrnuna umdeildu
Mynd: EPA
Bikarmeistarar Crystal Palace leiða gegn Liverpool, 1-0, á Selhurst Park, en markið kom eftir umdeilda hornspyrnu.

Ismaila Sarr skoraði markið eftir hornspyrnu á 9. mínútu leiksins, en Liverpool mistókst að hreinsa frá og var það Sarr sem nýtti sér það með skoti af stuttu færi.

Aðdragandinn er umdeildur því af endursýningum að dæma átti Palace alls ekki að fá hornspyrnu. Boltinn fór af Tyrick Mitchell sem var í baráttunni við Conor Bradley.

Arne Slot, stjóri Liverpool, fékk gult spjald fyrir að mótmæla ákvörðun dómarans, en Hollendingurinn hafði eitthvað til síns máls.

Það breytir því hins vegar ekki að Palace hefur verið betra liðið og rúmlega það. Alisson Becker hefur komið Liverpool til bjargar þrisvar eða fjórum sinnum í leiknum og í raun ótrúlegt að staðan sé enn bara 1-0 fyrir Palace.

Atvikið í kringum mark Palace má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner