Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   lau 27. september 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dembele fékk hamingjuóskir frá Messi
Mynd: EPA
Franski landsliðsmaðurinn Ousmane Dembele, leikmaður PSG, fékk Ballon d'Or verðlaunin á dögunum sem besti leikmaður heims á síðustu leiktíð.

Hann átti frábært tímabil en hann skoraði 35 mörk og lagði upp 16.

Hann átti erfitt uppdráttar á sínum tíma hjá Barcelona þar sem hann spilaði PlayStation langt fram eftir nóttu og fótboltinn var í 2. sæti. Hann sagði frá því að Barcelonamennirnir Xavi, Luis Suarez og Lionel Messi, sem var einnig liðsfélagi hans hjá PSG, óskuðu honum til hamingju með verðlaunin.

„Messi sendi mér skilaboð og var fyrstur til að óska mér til hamingju. Xavi og Luis Suarez sendu mér einnig hamingjuóskir, þeir voru allir mjög ánægðir fyrir mína hönd," sagði Dembele.
Athugasemdir
banner