Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   fim 27. október 2016 20:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Kári Árnason vill enda ferilinn hjá Malmö
Kári Árnason
Kári Árnason
Mynd: Getty Images
„Ég vona að ég fái annan samning hjá Malmö. Það er mjög gott að vera hér og ég get séð mig enda ferilinn hér," sagði Kári Árnason í samtali við Fotbollskanalen en Malmö varð sænskur meistari í gærkvöldi eftir 3-0 sigur á Falkenbergs á útivelli.

Kári er virkilega ánægður í Svíþjóð og ekki bara fótboltans vegna.

„Fótboltinn gengur ekki bara vel, við spilum margir golf saman og erum góðir vinir. Ég hef unnið titilinn með Djurgarden en það er meiri samstaða hér. Mark Rosenberg er besti fyrirliði sem ég hef haft hjá félagsliði hann kippir hlutum í liðin ef eitthvað er að."

„Það er ekki hægt að segja neitt neikvætt um liðsfélagana. Þetta er besta lið sem ég hef spilað með," sagði Kári.
Athugasemdir
banner
banner