Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 27. október 2020 14:48
Elvar Geir Magnússon
Inzaghi: Verðum að halda áfram þrátt fyrir neyðarástandið
Það vantar marga hjá Lazio á morgun.
Það vantar marga hjá Lazio á morgun.
Mynd: Getty Images
Ítalska liðið Lazio verður án fjölda leikmanna í útileiknum gegn Club Brugge í Meistaradeildinni annað kvöld.

Leikurinn mun samt sem áður fara fram en Simone Inzaghi hefur þurft að kalla upp leikmenn úr unglingaliðinu.

Ciro Immobile, Luis Alberto, Andreas Pereira, Lucas Leiva, Manuel Lazzari, Danilo Cataldi, Luiz Felipe og Thomas Strakosha eru allir fjarverandi en þeir eru komnir í sóttkví eftir hópsmit innan hópsins.

„Svona er bara staðan, við þurfum að halda áfram. Framundan er mikilvægur leikur gegn liði sem byrjaði riðilinn á sigri eins og við," segir Inzaghi.

„Það er erfitt að geta ekki dreift álaginu en svona er staðan og við verðum að halda áfram þrátt fyrir neyðarástandið. Þetta verður flókinn leikur á morgun en við þurfum að gera það besta úr aðstæðunum."

Aðeins voru tólf leikmenn á æfingu Lazio í morgun eins og við við höfðum greint frá.


Athugasemdir
banner
banner