mið 27. október 2021 12:23
Elvar Geir Magnússon
Carli Lloyd kvaddi í 6-0 sigri gegn Suður-Kóreu
Carli Lloyd fór úr takkaskónum og kvaddi.
Carli Lloyd fór úr takkaskónum og kvaddi.
Mynd: Getty Images
Carli Lloyd, goðsögn í kvennafótbolta, spilaði sinn 316. og síðasta landsleik þegar Bandaríkin unnu 6-0 sigur gegn Suður-Kóreu í vináttulandsleik.

Lloyd, sem er 39 ára, varð tvívegis heimsmeistari og vann að auki Ólympíugull á landsliðsferli sínum.

Hún lék í 65 mínútur gegn Suður-Kóreu áður en hún fékk heiðursskiptingu. Hún fór úr takkaskónum áður en hún faðmaði liðsfélaga sína og veifaði til áhorfenda á Allianz Field í Minnesota.

„Þetta hefur verið sannur heiður," segir Lloyd sem tvívegis var valin besti leikmaður heims.

„Þetta hefur verið langur ferill og ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég vil þakka stuðningsmönnum, efasemdarfólki, gagnrýnendum, öllum. Þið hafið ýtt mér lengra og ég er þakklát frir það."

Hennar síðasti landsleikur endaði með stórsigri en hún náði þó ekki sjálf að koma sér á blað og bæta við þau 134 mörk sem hún hefur skorað síðan hún lék fyrsta leikinn 2005.


Athugasemdir
banner
banner
banner