Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 27. október 2021 11:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gattuso er til í að taka við Newcastle
Gennaro Gattuso.
Gennaro Gattuso.
Mynd: Getty Images
Newcastle er að leita að nýjum knattspyrnustjóra fyrir lið sitt eftir að Steve Bruce var látinn fara í síðustu viku.

Nýir eigendur frá Sádí-Arabíu hafa tekið við eignarhaldi á Newcastle. Þetta eru eigendur með djúpa vasa og ætla þau sér stóra hluti með enska úrvalsdeildarfélagið.

Newcastle er í augnablikinu í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og fyrsta verkefni hjá nýjum stjóra verður að halda liðinu uppi.

Þetta er mikilvæg ráðning og verður spennandi að sjá hver tekur við. Ítalski harðhausinn Gennaro Gattuso er að reyna að blanda sér í baráttuna.

Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabio Santini segir að Gattuso sé tilbúinn að samþykkja tilboð frá Newcastle og sé honum sama þó hann fái stuttan samning.

Gattuso er fyrrum þjálfari AC Milan og Napoli. Síðast stýrði hann Fiorentina í rúma 20 daga. Hann sagði upp þar eftir rifrildi við stjórnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner