Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   fös 27. október 2023 22:06
Sverrir Örn Einarsson
Agla María: Verðum að reyna að byggja ofan á þessa frammistöðu
Agla María í leiknum í kvöld
Agla María í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér fannst leikurinn í heild sinni vera góður. Þetta er mjög sterkt lið þetta danska lið og þær fengu ekki svo mörg færi. Við vorum þéttar sem mér fannst vera mikill munur frá því sem verið hefur. Mér fannst við gera mjög vel, sköpuðum okkur færi sem að hefur aðeins vantað uppá. Það var því mjög margt jákvætt en samt mjög svekkjandi að tapa þessu.“ Sagði landsliðskonan Agla María Albertsdóttir um leikinn eftir svekkjandi 1-0 tap Íslands gegn Danmörku á Laugardalsvelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Danmörk

íslenska liðið var ef eitthvað er sterkara liðið á vellinum í fyrri hálfleik og náði að velgja því danska vel undir uggum. Danir náðu vopnum sínum ögn í síðari hálfleik og herjuðu á Íslenska liðið sem náði ekki fyllilega að fylgja eftir virkilega góðum fyrri hálfleik í þeim síðari.

„Stundum er þetta bara svona í fótbolta tvískiptir hálfleikar. Við fengum samt sem áður færi í seinni hálfleiknum þótt þær hafi verið með yfirhöndina.“

Framundan er krefjandi verkefni þegar Þýskaland mætir á Laugardalsvöll næstkomandi þriðjudag. En liðin mættust ytra fyrir rétt um mánuði síðan þar sem Þjóðverjar höfðu 5-0 sigur. En frammistaðan í kvöld hlýtur þó að vera til marks um að liðið sé á réttri leið.

„Við verðum að reyna að byggja ofan á þessa frammistöðu. En það er er alltaf mjög svekkjandi að fá ekkert út úr því þótt þú sért að spila vel, Við verðum bara að skoða leikinn og sjá hvað við getum nýtt úr honum. Það þýðir ekkert annað en að vera bara jákvæðar og reyna að líta á það góða. “

Sagði Agla María en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner