Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 27. nóvember 2020 13:30
Elvar Geir Magnússon
Kalla eftir því að Conte verði rekinn frá Inter
Antonio Conte, stjóri Inter.
Antonio Conte, stjóri Inter.
Mynd: Getty Images
Vinsældir Antonio Conte stjóra Inter fara minnkandi meðal stuðningsmanna liðsins. Margir kalla eftir því að Conte verði rekinn en kassamerkið #ConteOut er vinsælt á Ítalíu þessa dagana.

Inter er á útleið í Meistaradeildinni eftir 2-0 tap gegn Real Madrid. Inter hefur aðeins fengið tvö stig úr fjórum leikjum.

Inter er í fimmta sæti ítölsku A-deildarinnar, fimm stigum frá toppliði AC Milan.

Corriere della Sera segir að Conte hafi ekki í hyggju að segja upp og ekki sé í plönum Inter að reka hann.

Inter hefur í gegnum tíðina ekki haft mikla þolinmæði gagnvart þjálfurum sínum. Á 43 árum hafa aðeins þrír þjálfarar verið í meira en tvö tíkmabil í röð; Eugenio Bersellini, Giovanni Trapattoni og Roberto Mancini.

Athugasemdir
banner
banner