Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 27. nóvember 2022 17:50
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu mörkin: Króatía með tveggja marka forystu undir lokin
Mynd: EPA

Kanada tók forystuna gegn Króatíu er liðin mættust í annarri umferði riðlakeppni heimsmeistaramótsins.


Alphonso Davies skoraði með góðum skalla snemma leiks en Króatar sneru stöðunni við fyrir leikhlé. Andrej Kramaric jafnaði áður en Marko Livaja kom sínum mönnum yfir á 44. mínútu eftir flottan undirbúning frá hægri bakverðinum Josip Juranovic.

Króatar brugðust vel við markinu og stjórnuðu fyrri hálfleiknum en sá síðari var jafnari. Bæði lið fengu færi en gæðin í liði Króata gerðu gæfumuninn þar sem Ivan Perisic gaf stoðsendingu á Kramaric til að setja þriðja markið.

Staðan er núna 3-1 fyrir Króatíu þegar um það bil tvær mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma. Kanadamenn hafa verið sprækir en þurfa að setja tvö mörk á lokamínútunum gegn sterkri vörn.

Sjáðu mark Marko Livaja
Sjáðu seinna mark Kramaric


Athugasemdir
banner
banner