Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 27. nóvember 2022 16:10
Aksentije Milisic
Kanada strax komið yfir - Davies með fyrsta markið í sögu liðsins á HM
Mynd: Getty Images

Króatía og Kanada eru að mætast í gífurlega mikilvægum leik í E-riðli á HM í Katar og er það Kanada sem er strax komið í forystu.


Alphonso Davies stangaði þá boltann inn eftir flotta fyrirgjöf frá Buchanan. Davies klúðraði vítaspyrnu í fyrsta leik Kanada gegn Belgíu en þarna brást honum ekki bogalistinn.

Markið hjá Davies er það fyrsta í sögu Kanada á Heimsmeistaramóti en liðið heillaði marga með spilamennsku sinni í fyrsta leiknum gegn Belgíu.

Það tók Kanada einungis rétt rúma mínútu að komast yfir og verður áhugavert að sjá hvernig Króatarnir svara þessu.

Markið hjá Davies má sjá hérna.





Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner