Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 28. janúar 2020 13:28
Elvar Geir Magnússon
Barcelona að reyna að fá Fernandes?
Spænskir fjölmiðlar segja að Barcelona hafi blandað sér í baráttuna um Bruno Fernandes, leikmann Sporting Lissabon.

Manchester United vill fá miðjumanninn en nú segja Marca og Diario AS að Börsungar hafi bæst í leikinn.

Sagt er að Barcelona hyggist lána Fernandes til Valencia sem hluta af samkomulagi um að fá sóknarmanninn Rodrigo Moreno.

Fernandes hefur skorað fimmtán mörk og átt fjórtán stoðsendingar.
Athugasemdir
banner