Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 28. janúar 2022 02:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undankeppni HM: Þurftu ekki á Messi að halda
Mynd: Getty Images
Úrúgvæ og Argentína unnu sína leiki í undankeppni HM í nótt.

Úrúgvæ er í mikilli baráttu um að komast áfram en Argentína hefur þegar tryggt sér sæti á HM.

Luiz Suarez skoraði eina mark Úrúgvæ 1-0 gegn Paragvæ en liðið er með 19 stig í 4. sæti tveimur stigum á undan Kólumbíu sem á leik til góða, fjögur efstu liðin fara beint á HM.

Úrúgvæ á þrjá leiki eftir í undankeppninni.

Lionel Messi var ekki valinn í argentínska landsliðshópinn fyrir þetta verkefni en það kom ekki að sök. Liðið lagði Síle með tveimur mörkum gegn einu.

Angel Di Maria kom Argentínumönnum yfir á 10. mínútu en Ben Brereton jafnaði metin fyrir Chile tíu mínútum síðar. Lautaro Martinez tryggði síðan Argentínu sigurinn fyrir lok fyrri hálfleiks.

Sjá einnig:
Undankeppni HM: Alisson rekinn tvisvar af velli - Brasilía ósigrað
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner