Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. janúar 2023 20:19
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Norrköping tapaði og Sogndal gerði jafntefli
Mynd: Guðmundur Svansson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það fór mikið af æfingaleikjum fram í Skandinavíu í dag og voru mörg Íslendingalið sem komu við sögu.


Norrköping er vafalaust mesta Íslendingalið Norðurlandanna um þessar mundir en tapaði gegn Vasteräs í dag. Ari Freyr Skúlason, Andri Lucas Guðjohnsen, Jóhannes Kristinn Bjarnason, Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason eru allir á mála hjá félaginu.

Annað mikið Íslendingalið er Sogndal frá Noregi sem gerði markalaust jafntefli við Hodd. Innan herbúða Sogndal má finna Hörð Inga Gunnarsson, Jónatan Inga Jónsson og Valdimar Þór Ingimundarson.

Adam Ingi Benediktsson var á bekknum hjá Göteborg í jafntefli gegn Halmstad og þá var Jón Guðni Fjóluson utan hóps í flottum sigri Hammarby gegn Seattle Sounders.

Lyngby vann gegn Hilleröd undir stjórn Freys Alexanderssonar og Örebro, með Axel Óskar Andrésson innanborðs, vann gegn Örebro Syrianska en öðrum Íslendingaliðum gekk ekki jafn vel.

Böðvar Böðvarsson og félagar í Trelleborg töpuðu rétt eins og Valgeir Árni Svansson og Arnór Gauti Ragnarsson með Hönefoss.

Oskar Tor Sverrisson og félagar í Varberg gerðu jafntefli á meðan Raufoss, félag Arnars Þórs Guðjónssonar, lagði Skeid að velli.

Norrköping 0 - 2 Vasteräs

Sogndal 0 - 0 Hodd

Göteborg 1 - 1 Halmstad

Lyngby 3 - 1 Hilleröd

Örebro 2 - 0 Örebro Syrianska

Roskilde 4 - 2 Trelleborg

Raufoss 3  - 0 Skeid

Varberg 1 - 1 Falkenberg

Seattle Sounders 2 - 3 Hammarby

Mjondalen 2 - 1 Hönefoss


Athugasemdir
banner
banner
banner