Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   mið 28. febrúar 2024 15:40
Hafliði Breiðfjörð
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Þorvaldur heldur ræðuna á ársþingi KSÍ um helgina.
Þorvaldur heldur ræðuna á ársþingi KSÍ um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorkell Máni heldur sína ræðu.
Þorkell Máni heldur sína ræðu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson varð nokkuð óvænt kosinn formaður KSÍ um helgina en hann var einn þriggja í framboði og í skoðanakönnun í síðustu viku rak hann lestina þar sem aðeins 7% sögðust ætla að kjósa hann en yfir 30% vildu ýmist Guðna Bergsson eða Vigni Má Þormóðsson.

Kjörið fór fram á ársþingi KSÍ á laugadaginn og það var mál manna á ársþinginu að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þrumuræða Þorvalds þar sem hann seldi sig sem besta kostinn fyrir knattspyrnuhreyfinguna.

Um leið og ræðu hans lauk mátti heyra fulltrúa sumra félaga segjast hafa skipt um skoðun, Þorvaldur fengi sitt atkvæði. Hann væri langt áhugaverðasti kosturinn eftir ræður formannanna.

„Í dag eru í boði þrír mjög ólíkir valkostir. Ég gæti vissulega varið mínum tíma um hina tvo en það er ekki ég. Ég tala ekki aðra niður og ætla því að tala um mig og afhverju ég er rétti kosturinn," sagði Þorvaldur meðal annars og bætti við að hann væri minna í jakkafötum en meira með gras á skónum og bolta í skottinu.

Fótbolti.net birtir í dag upptöku af ræðunni mögnuðu hjá Þorvaldi, ræðunni þar sem hann sannfærði knattspyrnuhreyfinguna um að hann væri eini rétti kosturinn sem formaður KSÍ. Hana má sjá í spilaranum að ofan.

Á sama tíma vann Þorkell Máni Pétursson kosningu til stjórnar KSÍ þar sem hann varð efstur. Ræða hans vakti líka athygli en hana má sjá að neðan.
Máni efstur í kosningu til stjórnar KSÍ
Athugasemdir