Á ársþingi KSÍ í dag var ekki bara kosið um nýjan formann því fjögur sæti voru laus í stjórn sambandsins. Þorkell Máni Pétursson sem flestir þekkja bæði úr fótboltaheiminum og fjölmiðlum vann kosninguna, endaði í 1. sæti og því öruggur inn í stjórnina.
Auk hans komu Sveinn Gíslason og Ingi Sigurðsson nýir inn í stjórnina og Pálmi Haraldsson hélt sæti sínu.
Sigfús Kárason sem hefur verið í stórn KSÍ undanfarin ár hlaut ekki kjör að þessu sinni, var fimmti maður í röðinni. Þá enduðu Sigurður Örn Jónsson og Pétur Marteinsson í tveimur neðstu sætunum.
Athugasemdir