Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
   lau 24. febrúar 2024 20:00
Hafliði Breiðfjörð
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ.
Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður, þetta var hörð barátta, þrír í framboði í fyrsta skipti og það eru því öðruvísi straumar. Það var hart barist og menn vildu fara í þetta starf. Þetta er mjög mikilvægt starf og stórt starf og ég er mjög ánægður," sagði Þorvaldur Örlygsson við Fótbolta.net eftir að hann var kosinn formaður KSÍ á ársþingi sambandsins í Úlfarsárdalnum í dag.

Þorvaldur fékk aðeins 7% atkvæða samkvæmt skoðanakönnun sem Vísir.is gerði fyrir þátt Henrys Birgis Gunnarssonar þar sem frambjóðendurnir komu allir saman. Hann segist hafa haft trú á þessu þrátt fyrir það.

„Það er alltaf gaman af skoðanakönnunum en þetta er samt bara eins og fótboltaleikur. Hann er 90 mínútur plús og þú verður að klára það líka. Það er sama í kosningabaráttu líka en svo var líka mikil óvissa með mörg atkvæði, menn héldu spilunum þétt að sér alla vikuna og mánuði. Það leit ekki út sem ég yrði formaður í dag en það þarf að fara alla leið og heyra í öllu fólkinu."

Fyrir viðstadda negldi Þorvaldur kjörið með ræðunni sem hann hélt á þinginu, var hreinn og beinn og heillaði mörg þeirra sem á hlustuðu. Var þetta bara eins og að skipuleggja ræðuna í klefanum fyrir bikarúrslitaleik?

„Það var blanda af því en fyrst og fremst var það bara tilfinningar frá mér og hvað mér fannst þurfa að gera. Ég reyndi að koma því til skila eins vel og ég mögulega gat og það tókst. Fólk tók við einhverju af því en ég vona að fólk hafi líka hlustað á mig á einhverjum fundanna þar sem ég hitti þau."

Þú sagðir í ræðunni að þú hafir ekki tekið þátt í neinu skítkasti í kosningabaráttunni. Fannst þér þetta ódrengileg barátta?

„Ég ætla ekki að tjá mig neitt um það frekar en það sem ég sagði í ræðunni minni. Við vorum þrír í þessari baráttu og þeir höfðu sína kosningabaráttu. Þetta eru fínir drengir og ég er bara ánægður með að hreyfingin fékk fleiri en einn til að bjóða sig fram. Við vorum þrír og hreyfingin vill hafa val og fékk það og að kjósa það var aðalatriðið."

Þorvaldur hóf störf strax í dag því hann sleit ársþinginu í dag og mætir svo til vinnu eftir helgi og landsleikur strax á þriðjudaginn hjá kvennalandsliðinu gegn Serbíu. Þorvaldur lýkur nú störfum sínum hjá Stjörnunni og þakkaði stuðninginn þar. Það var reyndar óvissa með tvö atkvæði sem hefðu líklga fallið til Þorvaldar í dag því tveir af fjórum fulltrúum félagsins mættu alltof seint á þingið. Þeir skiluðu sér þó á endanum svo hann fékk atkvæðin.

„Ég held að framkvæmdastjórinn og Dagur vinur hans hafi ekki ratað úr Garðabænum, þeir eru ekkert vanir að fara mikið þaðan. Ég vonaði að þeir myndu skila sér á réttum tíma enda tóku þingskjölin mikinn tíma."
Athugasemdir
banner
banner