Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 28. mars 2018 11:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Æfingaleikur: ÍBV tapaði aftur naumlega á Spáni
Devon Már skoraði mark ÍBV.
Devon Már skoraði mark ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cartagena 2 - 1 ÍBV
1-0 Moi
1-1 Devon Már Griffin
1-1 Breki Ómarsson, misnotuð vítaspyrna
2-1 Kuki Zalazar

ÍBV er í æfingaferð á Spáni og mættu Vestmannaeyingar spænska C-deildarliðinu Cartagena í dag.

Cartagena er með hörkulið og þeir komust yfir eftir hálftíma en ÍBV jafnaði fyrir hlé og var þar að verki Devon Már Griffin. Devon, sem er á 21. aldursári, fótbrotnaði illa í byrjun síðasta tímabils og stefnir væntanlega á það að koma tvíefldur til baka í sumar.

Breki Ómarsson fékk tækifæri til að koma ÍBV yfir rétt fyrir hlé en vítaspyrna hans fór fórgörðum. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Kuki Zalazar og kom Caragena yfir. Það reyndist vera sigurmarkið.

Þetta var annar æfingaleikur ÍBV á Spáni en liðið tapaði gegn belgíska úrvalsdeildarliðinu Royal Antwerp um síðustu helgi.

Sjá einnig:
Kristján G: Tilfinningin er að við séum aðeins á eftir öðrum liðum

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner