Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   lau 28. mars 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Defoe: Gerrard getur orðið einn af þeim bestu
Hinn 37 ára gamli Jermain Defoe hefur skorað 25 mörk í 50 leikjum undir stjórn Steven Gerrard hjá Rangers.

Defoe hefur miklar mætur á stjóranum sínum sem hefur unnið mikið þrekvirki hjá Rangers og er að koma liðinu á góðan stall bæði í Skotlandi og Evrópu.

Defoe var í spjalli hjá talkSPORT þegar umræðan um besta knattspyrnustjóra heims kom upp.

„Ég verð að bæta stjóranum mínum, Hr. Gerrard, í umræðuna. Hann á eftir að verða topp stjóri. Hann er ferskur og ungur stjóri sem hefur augljóslega allt sem þarf til að verða einn af þeim bestu í bransanum," sagði Defoe.

„Hann er sérstaklega góður í mannlegum samskiptum og líta leikmenn á hann sem vin og trúnaðarmann. Hann minnir mig á Harry Redknapp og Sam Allardyce í þessum málum, þeir eru menn sem maður getur talað við um hvað sem er."
Athugasemdir
banner
banner