Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. mars 2023 17:30
Elvar Geir Magnússon
Conte læsti leikmenn inni í klefa
Mynd: EPA
Ítalskir fjölmiðlar segja að Antonio Conte hafi farið óhefðbundna leið til að fá leikmenn Tottenham til að fara upp á tærnar eftir slæmt gengi, liðið hafði aðeins unnið einn af fimm leikjum.

Sagt er að Conte hafi skipað leikmönnum sínum að axla ábyrgð og finna út hver ástæðan væri fyrir því að gengi liðsins hefði versnað.

Corriere dello Sport segir að Conte hafi hafi svo gengið út úr klefanum á æfingasvæðinu og læst hurðinni á eftir sér. Leikmenn hafi verið neyddir til þess að finna lausnir.

Leikmennirnir hafi í kjölfarið ákveðið að biðja Conte um að innleiða sóknarsinnaðri leikstíl og sagt að áhersla hans á varnarleik væri að halda aftur af þeim.

Í kjölfarið hafi liðið farið á betra skrið en hlutirnir síðan farið að súrna aftur. Liðið hafi meðal annars verið slegið úr leik í FA-bikarnum gegn B-deildarliði Sheffield United og telja margir að það hafi verið upphafið að endalokanum hjá Conte, sem var á dögunum látinn taka pokann sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner