Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. mars 2023 10:15
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn Perú í slagsmálum við spænsku lögregluna
Mynd: Getty Images
Leikmenn úr landsliði Perú lentu í slagsmálum við spænsku lögregluna fyrir utan hótel liðsins í Madríd. Einn leikmaður var handtekinn, markvörðurinn Pedro Gallese, en látinn laus að lokinni yfirheyrslu.

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum voru leikmenn að reyna að heilsa upp á stuðningsmenn sem voru fyrir utan hótelið og vonuðust til að hitta hetjurnar sínar.

Ein ástæða þess að upp úr sauð er að lögreglan ruglaði einhverjum leikmönnum Perú saman við stuðningsmenn.

Í myndbandi sjást lætin sem sköpuðust.

Markvörðurinn og fyrirliðinn Gallese spilar fyrir Orlando City í bandarísku MLS-deildinni og hann gagnrýnir harðlega viðbrögð lögreglunnar.

Perú er að búa sig undir vináttulandsleik við Marokkó sem verður spilaður á Wanda Metropolitano leikvangi Atletico Madríd í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner