Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 28. mars 2023 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Zidane orðaður við starfið hjá Tottenham
Mynd: EPA
Tottenham á eftir að ráð stjóra til félagsins eftri að Antonio Conte var látinn fara á sunnudag. Cristian Stellini, fyrrum aðstoðarmaður Conte, stýrir liðinu til bráðabirgða og honum til aðstoðar er Ryan Mason.

Meðal nafna sem hafa verið nefnd í tengslum við starfið hjá Tottenham eru Mauricio Pochettino og Julian Nagelsmann.

Sky á Ítalíu bætti við öðru nafni í hattinn í dag því Zinedine Zidane, fyrrum stjóri Real Madrid, er sagður vera á meðal kandídata í starfið. Zidane hefur ekki stýrt félagi síðan hann hætti með Real Madrid vorið 2021 eftir að Real fór titlalaust í gegnum tímabilið.

Luis Enrique, fyrrum stjóri Barcelona og spænska landsliðsins, hafa einnig verið nefndir til sögunnar.

Zidane og Enrique eru af veðbönkum taldir mjög ólíklegir kostir, langlíkegast sé að Nagelsmann eða Ryan Mason taki við starfinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner