Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 28. maí 2020 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Piero Ausilio: Lautaro kostar 111 milljónir
Mynd: Getty Images
Piero Ausilio, yfirmaður knattspyrnumála hjá Inter, segir að argentínski framherjinn Lautaro Martinez verði ekki seldur frá félaginu í sumar nema söluákvæði hans verði greitt upp.

Barcelona hefur mikinn áhuga á Lautaro en getur ekki leyft sér að greiða upp 111 milljón evra söluákvæði hans í sumar vegna efnahagsáhrifa Covid-19.

Spænsku meistararnir hafa því verið að skoða leikmannaskipti enda eru margir menn innan raða Barcelona sem Inter hefur áhuga á. Þar á meðal eru Arturo Vidal, Ivan Rakitic og Jean-Clair Todibo.

„Lautaro er ekki til sölu. Eina leiðin til að kaupa hann er að borga upphæðina sem segir í söluákvæðinu. Inter vill ekki selja sína bestu leikmenn heldur frekar byggja liðið í kringum þá," sagði Ausilio við Sky á Ítalíu.

„Það eru mörg félög sem hafa sett sig í samband við okkur vegna Lautaro og er Barcelona þar á meðal. Við eigum í mjög góðu sambandi við Barca og þeir átta sig á okkar stöðu í þessu máli."

Lautaro Martinez verður 23 ára í ágúst. Hann er kominn með 16 mörk í 31 leik á tímabilinu, auk þess að vera búinn að skora 9 mörk í 17 leikjum á landsliðsferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner