Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. maí 2022 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Darwin Nunez einn af erfiðustu andstæðingum Van Dijk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður Manchester United tók Virgil van Dijk varnarmann Liverpool í viðtal. Hann spurði hann meðal annars hverjir væru erfiðustu andstæðingarnir. Svarið var mjög áhugavert.


„Ég hef spilað gegn Sergio Aguero, hann var ótrúlegur. Lionel Messi, að öllum líkindum sá besti í sögunni að mínu mati. Mbappe er ótrúlega hraður. Haaland og líka Darwin [Nunez] hann er svipaður, hraður, stór, sterkur og það er nokkuð erfitt að spila gegn honum,"

Darwin Nunez er efnilegur framherji Benfica en Liverpool mætti portúgalska liðinu í í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem Nunez skoraði tvö mörk.

Liverpool er komið í úrslit þar sem liðið mætir Real Madrid í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner