Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. maí 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hlozek á leið til Leverkusen - Þrjú félög vilja Itakura frá City
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Fabrizio Romano greinir frá því að Bayer Leverkusen er búið að festa kaup á tékkneska kantmanninum Adam Hlozek. Hann á aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun.


Hlozek, sem á tvítugsafmæli í júlí, kemur frá Sparta Prag í Tékklandi þar sem hann hefur leikið allan ferilinn.

Hlozek hefur gert 40 mörk í 131 leik með Sparta og var þar að auki lykilmaður í yngri landsliðum Tékka. Hann gerði 19 mörk í 33 keppnisleikjum með yngri liðum Tékklands og hefur skorað einu sinni í tólf leikjum með A-landsliðinu.

West Ham og Sevilla sýndu Hlozek áhuga en vildu fá hann á lánssamningi.

Leverkusen borgar 13 milljónir evra fyrir Hlozek og er 30% endursöluákvæði í kaupsamningnum.

Þá eru minnst þrjú félög í Þýskalandi sem hafa áhuga á Ko Itakura, japönskum miðverði Manchester City.

Itakura er 25 ára gamall en hefur ekki komið við sögu í leik með Man City síðan hann gekk í raðir félagsins 2019. Undanfarin tímabil hefur Itakura  gert flotta hluti á láni hjá Gröningen í Hollandi og nú síðast með Schalke í B-deild þýska boltans.

Schalke er með 5,5 milljón evra kaupákvæði í lánssamningnum en er hikandi við að nýta það. City vill selja varnarmanninn sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

Itakura á 8 landsleiki að baki fyrir A-landslið Japan og 24 fyrir U23 landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner