Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. maí 2022 09:20
Ívan Guðjón Baldursson
Maldini: Leao ósnertanlegur - Origi á leiðinni
Zlatan og Leao verða áfram hjá Milan. Franck Kessie (til hægri) fer til Barcelona á frjálsri sölu.
Zlatan og Leao verða áfram hjá Milan. Franck Kessie (til hægri) fer til Barcelona á frjálsri sölu.
Mynd: Getty Images
Origi skorar mikilvægu mörkin.
Origi skorar mikilvægu mörkin.
Mynd: EPA

Fótboltagoðsögnin Paolo Maldini er stjórnandi hjá AC Milan í dag og á mikinn heiður í miklum uppgangi félagsins að undanförnu. Milan vann sinn fyrsta Ítalíumeistaratitil í ellefu ár á dögunum og er með flottan leikmannahóp til að byggja á.


Rafael Leao hefur verið meðal bestu leikmanna ítölsku deildarinnar á leiktíðinni og var hann í algjöru lykilhlutverki á vinstri kanti AC Milan.

Hann hefur verið orðaður við PSG og Real Madrid, eins og er eðlilegt fyrir framúrskarandi fótboltamenn, en Maldini segir að Leao verði ekki seldur.

„Rafa Leao er ósnertanlegur. Hann er ekki til sölu. Hann er með söluákvæði sem hljóðar upp á 150 milljónir evra og við munum ekki samþykkja tilboð undir þeirri upphæð," sagði Maldini við La Gazzetta dello Sport.

Maldini var svo spurður út í Zlatan Ibrahimovic, Divock Origi og Sven Botman.

„Ég hef heyrt að Zlatan ætli ekki að leggja skóna á hilluna í sumar. Það verður ekki vandamál að semja við hann.

„Við erum í viðræðum við Origi og það gengur allt ljómandi vel þar.

„Sven Botman? Við erum að fylgjast náið með honum en það eru margir aðrir góðir miðverðir á markaðinum."

Zlatan, sem verður 41 árs í haust, gæti því verið að framlengja samning sinn við Milan um eitt ár. Origi er á leið til félagsins á frjálsri sölu frá Liverpool á meðan Milan telur verðmiðann á Botman vera alltof háan. Lyon vill fá 50 milljónir evra fyrir miðvörðinn.


Athugasemdir
banner
banner