Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 28. maí 2023 19:23
Brynjar Ingi Erluson
Fylkismenn heiðruðu minningu Egils Hrafns
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fallegt atvik átti sér stað í leik Fylkis og ÍBV í Bestu deild karla í dag en leikmenn Fylkis heiðruðu þar minningu Egils Hrafns Gústafssonar sem féll frá á dögunum.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 ÍBV

Egill Hrafn var 17 ára gamall og spilaði með yngri flokkum félagsins en hann var einn og ef ekki öflugasti stuðningsmaður félagsins og átti sér draum um að spila fyrir meistaraflokk Fylkis.

Þegar Orri Sveinn Stefánsson jafnaði metin fyrir Fylki í fyrri hálfleiknum fögnuðu leikmenn liðsins með því að lyfta treyju hans og heiðruðu þannig minningu Egils.

Fallegt augnablik í Árbænum í dag. Fyrir átta árum síðan safnaði Egill Hrafn 1100 krónum fyrir Fylki og sagði að félagið gæti nýtt það í leikmannakaup eða fjárfest í nýjum boltum.

„Sannur Fylkismaður með stórt Fylkishjarta,“ sagði á heimasíðu Fylkis er hann afhenti þeim peninginn fyrir átta árum. Sannarlega orð að sönnu.

Hér fyrir neðan má lesa fréttina er hann safnaði pening fyrir Fylki:
Gaf Fylki 1100 krónur til að kaupa betri leikmenn
Athugasemdir
banner
banner
banner