Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
   sun 28. maí 2023 11:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Konchesky yfirgefur West Ham
watermark
Mynd: Getty Images

Paul Konchesky hefur yfirgefið West Ham og er því ekki lengur þjálfari kvennaliðsins.


Hann kom til félagsins árið 2021 og var aðstoðarþjálfari liðsins áður en hann tók við sem aðalþjálfari ári síðar.

„Ég er stoltur að hafa fengið tækifæri á að stýra þessu félagi. Leikmennirnir og starfsfálokið hefur gefið mér 100%. Sum úrslit voru vonbrigði á þessari leiktíð en það er margt sem við getum verið stolt af eins og að komast í undanúrslit Conti bikarsins. Ég óska félaginu góðs gengis í framtíðinni," sagði Konchesky.

Dagný Brynjarsdóttir hefur verið leikmaður West Ham frá árinu 2021 en Konchesky gerði hana að fyrirliða fyrir ný lokið tímabil.


Athugasemdir
banner
banner