Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
banner
   sun 28. maí 2023 13:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vlahovic ekki með í stórleiknum
Mynd: EPA

Tímabilið hefur verið mikill rússíbani hjá Juventus á þessari leiktíð en liðið getur misst af Meistaradeildarsæti í dag.


Liðið mætir AC Milan og óhagstæð úrslit þýða að Juventus er fallið úr leik í baráttunni um topp fjögur sætin.

Það er mikið áfall fyrir liðið að markaskorarinn Dusan Vlahovic verður ekki með í dag þar sem hann meiddist á læri á æfingu í vikunni.

Paul Pogba, Leonardo Bonucci, Kaio Jorge og Nicolò Fagioli eru einnig frá vegna meiðsla en Juan Cuadrado og Danilo snúa til baka eftir að hafa tekið út leikbann.


Athugasemdir
banner
banner