Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lék sinn fyrsta leik í sumar - „Svo eru fleiri að koma inn"
Emil Ásmundsson.
Emil Ásmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Emil Ásmundsson spilaði sinn fyrsta fótboltaleik í sumar þegar hann kom inn á sem varamaður í sigri Fylkis gegn HK í Bestu deildinni í gær.

Emil hefur verið að glíma við meiðsli í upphafi tímabilsins en það var gaman að sjá hann aftur á vellinum í gær.

Emil leysti það að spila sem sóknarmaður síðustu mínútur leiksins og hjálpaði Fylki að landa sigrinum.

„Ég veit ekki hvað hann hljóp mikið í lokin. Hann kom bara fram og átti að djöflast. Það er hrikalega gott að fá Emil inn, reynslumikinn leikmann með mikil gæði," sagði Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, sem er einnig að snúa til baka eftir meiðsli.

„Að fá hann aftur inn skiptir miklu máli. Svo eru fleiri að koma inn. Daði Ólafs hefur verið að æfa á fullu, Unnar Steinn er að koma aftur inn, Orri Sveinn er á batavegi og Halldór Jón er að byrja að æfa aftur. Hópurinn er að styrkjast."

Fylkir vann sinn fyrsta sigur í deildinni í gær og menn horfa bjartari augum á framhaldið.

„Alveg klárlega. Það er mjög erfitt að vinna leiki í þessari deild. Það verður töluvert skemmtilegra að mæta á æfingu á morgun," sagði Ragnar Bragi.
Rúnar Páll: Öll lið þurfa svoleiðis leikmenn
Nokkrum kílóum léttari eftir langþráðan sigur - „Þá er bara spurning hvort við séum menn eða mýs“
Athugasemdir
banner
banner