Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 19:01
Ívan Guðjón Baldursson
Rummenigge staðfestir ráðninguna: Pep mælti með honum
Mynd: Getty Images
Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarmeðlimur hjá FC Bayern, segir félagið einungis eiga eftir að ganga frá smáatriðum áður en Vincent Kompany verður ráðinn sem nýr þjálfari.

Kompany tekur við af Thomas Tuchel sem fékk rétt rúmt ár í starfi hjá þessu stærsta félagi í sögu þýska fótboltans.

Rummenigge staðfesti að Max Eberl, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern, hafi tekið lokaákvörðun um að ráða Kompany eftir langt spjall við Pep Guardiola, þjálfara Manchester City og læriföður Kompany.

Búist er við að Kompany skrifi undir þriggja ára samning við Bayern og að þýska félagið þurfi að greiða um 10 milljónir punda til að stela honum frá Burnley.

„Yfirmaður íþróttamála hefur ákveðið að Kompany sé rétti maðurinn í starfið en þetta er ekki ennþá alveg staðfest. Það á einungis eftir að ganga frá ákveðnum smáatriðum í samningsviðræðunum," sagði Rummenigge.

„Það var Guardiola sem mælti með honum. Kompany var fyrirliði hjá Man City undir hans stjórn og Pep fylgdist svo náið með honum hjá Burnley.

„Pep þekkir Vincent mjög vel og hans álit vegur þungt."

Athugasemdir
banner
banner
banner