
Keflavík hafði verið án Stefans Alexanders Ljubicic í fyrstu leikjum tímabilsins en framherjinn stæðilegi þurfti að fara í aðgerð á liðþófa í vetur og missti því af byrjun Íslandsmótsins. Stefan er mættur aftur til Keflavíkur eftir að hafa verið hjá Skövde í Svíþjóð á síðasta tímabili.
Stefan sneri aftur á völlinn þegar hann kom inn á sem varamaður í stórsigir Keflavíkur gegn Leikni á föstudag. Keflavík hefur ekki saknað hans mikið, en það er aðallega vegna þess að Gabríel Aron Sævarsson hefur verið frábær í fremstu línu í fjarveru Stefans.
Kári Sigfússon skoraði þrennu gegn Leikni. Hann var í viðtali eftir leikinn spurður út í endurkomu Stefans.
Stefan sneri aftur á völlinn þegar hann kom inn á sem varamaður í stórsigir Keflavíkur gegn Leikni á föstudag. Keflavík hefur ekki saknað hans mikið, en það er aðallega vegna þess að Gabríel Aron Sævarsson hefur verið frábær í fremstu línu í fjarveru Stefans.
Kári Sigfússon skoraði þrennu gegn Leikni. Hann var í viðtali eftir leikinn spurður út í endurkomu Stefans.
Lestu um leikinn: Keflavík 6 - 0 Leiknir R.
„Liðið er alls ekki að fara veikjast með þessu. Það er frábært að fá hann til baka, geggjað sem kantmaður að geta hengt hann upp á hann. Stefan getur hoppað fjóra metra upp í loftið og skallað þetta inn."
Kemst hann í liðið á meðan Gabríel er að skora í hverjum leik?
„Þetta verður allaveg hörð samkeppni, sem er bara geggjað. Ég held að Stefan hafi bara gott af því að það sé ungur strákur að ýta á hann. Ég held að báðir framherjarnir græði á þessu," sagði Kári.
Keflavík er með níu stig eftir fyrstu fjórar umferðarinnar og situr á toppi Lengjudeildarinnar.
Rætt var um leik Keflavíkur og Leiknis í Útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag og er hægt að hlusta á þá umræðu eftir um 44 mínútur af þættinum er hér að neðan sem og á öllum hlaðvarpsveitum.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Keflavík | 4 | 3 | 0 | 1 | 13 - 4 | +9 | 9 |
2. Njarðvík | 4 | 2 | 2 | 0 | 10 - 4 | +6 | 8 |
3. ÍR | 4 | 2 | 2 | 0 | 5 - 2 | +3 | 8 |
4. Þór | 4 | 2 | 1 | 1 | 11 - 9 | +2 | 7 |
5. Þróttur R. | 4 | 2 | 1 | 1 | 6 - 6 | 0 | 7 |
6. Völsungur | 4 | 2 | 0 | 2 | 5 - 8 | -3 | 6 |
7. Fylkir | 4 | 1 | 2 | 1 | 5 - 4 | +1 | 5 |
8. HK | 4 | 1 | 2 | 1 | 4 - 5 | -1 | 5 |
9. Grindavík | 4 | 1 | 1 | 2 | 11 - 11 | 0 | 4 |
10. Selfoss | 4 | 1 | 0 | 3 | 3 - 7 | -4 | 3 |
11. Fjölnir | 4 | 0 | 2 | 2 | 6 - 9 | -3 | 2 |
12. Leiknir R. | 4 | 0 | 1 | 3 | 2 - 12 | -10 | 1 |
Athugasemdir