Stuðningsmenn Everton munu líklega ekki muna mikið eftir tíma Armando Broja hjá félaginu.
Everton hefur tilkynnt að hann sé farinn aftur til Chelsea eftir mjög misheppnaða lánsdvöl.
Everton hefur tilkynnt að hann sé farinn aftur til Chelsea eftir mjög misheppnaða lánsdvöl.
Það var mikil samkeppni um Broja síðasta sumar. Hann var á leið til Ipswich en féll á læknisskoðun þar. Það stoppaði hins vegar ekki Everton sem ákvað að taka hann.
Það hefði líklega átt að stoppa Everton því Broja var mikið meiddur á tíma sínum hjá félaginu.
Hann spilaði tíu leiki í ensku úrvalsdeildinni og átti í þeim leikjum fjórar marktilraunir. Engin þeirra rataði hins vegar á markið.
Broja er orðinn 23 ára gamall og mun Chelsea að öllum líkindum reyna að losa sig við hann í sumar. Hvernig það mun ganga er annað mál.
Athugasemdir