Jobe Bellingham hjálpaði Sunderland að komast upp í ensku úrvalsdeildina á dögunum en það er óvíst hvort að hann muni leika með liðinu í deildinni á næstu leiktíð.
Það er nefnilega mikill áhugi á þessum efnilega leikmanni.
Það er nefnilega mikill áhugi á þessum efnilega leikmanni.
Það er áhugi á honum frá Þýskalandi en Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Borussia Dortmund, flaug til Englands á sunnudag til að funda með honum.
Watzke ræddi þar við Bellingham og fjölskyldu hans til að reyna að sannfæra hann um að koma til Dortmund.
Jobe er 19 ára gamall og var valinn efnilegasti leikmaður Championship-deildarinnar. Eldri bróðir hans, Jude, er á mála hjá Real Madrid en hann var áður hjá Dortmund og gerði þar mjög vel. Það er spurning hvort yngri bróðirinn muni núna fylgja í fótspor þess eldri.
Athugasemdir