Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   þri 27. maí 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er pláss að opnast fyrir Hákon?
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mögulega mun pláss opnast fyrir Hákon Rafn Valdimarsson hjá Brentford í sumar.

Mark Flekken, aðalmarkvörður liðsins, er núna sterklega orðaður við Bayer Leverkusen. Erik ten Hag tók við Leverkusen í gær og hann er sagður horfa til Flekken sem er hjá sömu umboðsskrifstofu.

Talið er að kaupverðið verði í kringum 15 milljónir evra ef félögin ná samkomulagi.

Flekken hefur verið aðalmarkvörður Brentford síðustu árin en varamarkvörður fyrir hann er Hákon Rafn.

Það er spurning ef Flekken fer, hvort að Hákon fái traustið. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn kom við sögu í nokkrum leikjum á nýafstöðnu tímabili og stóð sig vel.
Athugasemdir
banner