Manchester United átti sitt versta tímabil í 51 ár, algjörlega hörmulegt tímabil. Í kjölfarið á því þá segir staðarmiðillinn Manchester Evening News að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í alla leikmenn liðsins í sumar.
Það er deginum ljósara að það verða gerðar breytingar á leikmannahópnum í sumar. Rúben Amorim, stjóri Man Utd, sagði í ræðu sinni á Old Trafford eftir lokaleik að „góðu dagarnir væru að koma".
Það er deginum ljósara að það verða gerðar breytingar á leikmannahópnum í sumar. Rúben Amorim, stjóri Man Utd, sagði í ræðu sinni á Old Trafford eftir lokaleik að „góðu dagarnir væru að koma".
En til þess að þeir komi, þá þurfa margir leikmenn að kveðja félagið.
Þegar horft er á leikmannahópinn, þá eru ekki margir leikmenn sem eiga að vera áfram. Skoðum þetta aðeins: Hvaða leikmenn á United að láta fara?
Markverðir:
Andre Onana - Selja
Altay Bayindir - Selja
Tom Heaton - Halda sem þriðja markverði
Varnarmenn:
Leny Yoro - Halda
Lisandro Martinez - Halda
Matthijs de Ligt - Halda
Harry Maguire - Halda
Victor Lindelöf - Fer frítt
Ayden Heaven - Halda
Jonny Evans - Fer frítt
Luke Shaw - Selja
Harry Amass - Halda eða lána
Diogo Dalot - Halda
Nouassir Mazraoui - Halda
Patrick Dorgu - Halda
Tyrell Malacia - Selja
Miðjumenn:
Manuel Ugarte - Halda
Casemiro - Halda
Toby Collyer - Halda eða lána
Kobbie Mainoo - Halda
Christian Eriksen - Fer frítt
Bruno Fernandes - Halda
Mason Mount - Selja
Framherjar:
Alejandro Garnacho - Selja
Marcus Rashford - Selja
Jadon Sancho - Selja
Antony - Selja
Rasmus Höjlund - Selja
Joshua Zirkzee - Halda
Chido Obi - Halda eða lána
Ef allir þeir sem eru merktir 'selja' fara frá félaginu, þá eru 17 leikmenn eftir hjá félaginu. Það er spurning hvort einhver félög séu tilbúin að taka þessa leikmenn, en United þarf væntanlega að selja fyrir ágætis upphæð til að geta styrkt liðið sitt fyrir næsta keppnistímabil.
Man Utd er að ganga frá kaupum á Matheus Cunha frá Wolves og svo virðist Liam Delap, sóknarmaður Ipswich, vera ofarlega á óskalistanum. En það þarf mikið meira en það til þess að United komist upp töfluna og aftur í Evrópubaráttu.
Amorim er maðurinn sem á að leiða United áfram en til þess að „góðu dagarnir" komi þá þarf hann að byrja á því að losa ansi marga leikmenn eins og sést hér að ofan. Það er alveg hægt að færa rök fyrir því að það eigi að losa enn fleiri. Þetta eru leikmenn sem eru annað hvort komnir á endastöð hjá United eða voru aldrei nægilega góðir fyrir félagið. Svo þurfa þeir sem koma inn að vera þeir réttu fyrir félagið og þeir réttu fyrir kerfið sem Amorim vill spila. Það þarf að vanda vel til verka.
Athugasemdir