Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   þri 27. maí 2025 09:50
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hefur rætt við Mbeumo - Newcastle vill Delap og Pedro
Powerade
Bryan Mbeumo í leik með Brentford.
Bryan Mbeumo í leik með Brentford.
Mynd: EPA
Liam Delap.
Liam Delap.
Mynd: EPA
Ekitike.
Ekitike.
Mynd: EPA
Manchester United og Newcastle hyggjast styrkja sig sóknarlega og Manchester City gæti tekið upp veskið og keypt sér hollenskan miðjumann. Hér er slúðurpakkinn dömur mínar og herrar.

Manchester United hefur átt í viðræðum við Bryan Mbeumo (25), framherja Brentford og Kamerún, sem er metinn á um 50 milljónir punda. (Talksport)

Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro (33) og argentínski kantmaðurinn Alejandro Garnacho (20) eru meðal leikmanna sem Manchester United vill losa þar sem félagið hyggst minnka verulega hópinn sinn fyrir næsta tímabil. (Telegraph)

Manchester City leggur aukna áherslu á að fá miðjumanninn Tijjani Reijnders (26) frá AC Milan. Búist er við að Hollendingurinn muni kosta meira en 55 milljónir punda. (Mail)

Newcastle United reynir að sannfæra Liam Delap (22), framherja Ipswich, um að koma til félagsins. Everton, Manchester United og Chelsea eru öll að reyna við hann. (TeamTalk)

Newcastle hefur einnig mikinn áhuga á brasilíska sóknarleikmanninum Joao Pedro (23) hjá Brighton. Hann lék ekki síðustu leiki tímabilsins vegna agabanns. (i paper)

Chelsea hefur rætt um kaup á franska framherjanum Hugo Ekitike (22) frá Eintracht Frankfurt. Bláliðar hafa einnig mikinn áhuga á sænska framherjanum Viktor Gyökeres (26) hjá Sporting og Delap, sóknarmanni Ipswich. (Independent)

Eintracht Frankfurt metur Ekitike, sem er skotmark Chelsea, á 84 milljónir punda. Greiðslufyrirkomulagið er samningsatriði. (Athletic)

Jobe Bellingham (19), miðjumaður Sunderland, er staddur í Þýskalandi í viðræðum við Eintracht Frankfurt. Bellingham hjálpaði Sunderland að komast upp í úrvalsdeildina um helgina. Borussia Dortmund, sem bróðir hans Jude spilaði fyrir, og Leipzig hafa einnig áhuga. (Sky Sports)

Manchester United vill fá portúgalska hægri bakvörðinn Nelson Semedo (31) frá Wolves. Hann er að renna út á samningi. (Football Transfers)

Simon Rolfes, íþróttastjóri Bayer Leverkusen, hefur staðfest áhuga Liverpool á þýska sóknarmiðjumanninum Florian Wirtz (22). (Sky Sport Þýskalandi)

Íþróttastjóri Napoli, Giovanni Manna, segir að félagið hafi verið að vinna að því að fá belgíska miðjumanninn Kevin De Bruyne (33) og sé farið að sjá endalínuna. Samningur De Bruyne við Manchester City rennur út í næsta mánuði. (Rai News)

Chelsea, Bayern München og Manchester United hafa öll sýnt áhuga á að fá framherjann Rafael Leao (25) frá AC Milan í sumar. (Teamtalk)

Newcastle hefur ákveðið að nýta sér ekki ákvæði um framlengingi á samningi Callum Wilson (33). Félagið hefur þó boðið sóknarmanninum samning þar sem hann fær greitt eftir spiltíma. (Athletic)

Nýliðarnir í efstu deild Frakklands, Paris FC, hafa áhuga á að fá senegalska miðjumanninn Idrissa Gueye þegar samningur hans við Everton rennur út í næsta mánuði. (Foot Mercato)
Athugasemdir
banner
banner