
Sævar Atli spjallaði við fjölmiðla á flugvellinum. Í baksýn má sjá umboðsmanninn Magnús Agnar Magnússon.
Norskir fjölmiðlar sýna Sævari Atla Magnússyni mikinn áhuga en hann lenti í Bergen í morgun. Fréttamenn sóttu að Sævari á flugvellinum.
„Ég hef heyrt góða hluti um borgina og tenginguna milli stuðningsmanna og félagsins. Ég hef aldrei áður komið til Bergen en þetta virðist falleg borg," sagði Sævar.
Sævar er að fara að skoða aðstæður hjá Brann en búast má við því að hann semji við félagið og komi á frjálsri sölu frá Lyngby þar sem samningur hans er að renna út.
Sævar var spurður út í sjálfan sig sem leikmann og hann sagðist hafa breyst síðustu ár.
„Við vorum ekki mikið með boltann í Lyngby svo ég er góður í varnarleik. En ég get líka skorað mörk og er góður í að taka hlaup inn í teiginn. Ég hef margt fram að færa en ég er fyrst og fremst liðsmaður með mikla orku," svaraði Sævar. Hann segir að ekkert sé frágengið í sínum málum en Brann sé efst á blaði hjá sér.
„Ég hef heyrt góða hluti um borgina og tenginguna milli stuðningsmanna og félagsins. Ég hef aldrei áður komið til Bergen en þetta virðist falleg borg," sagði Sævar.
Sævar er að fara að skoða aðstæður hjá Brann en búast má við því að hann semji við félagið og komi á frjálsri sölu frá Lyngby þar sem samningur hans er að renna út.
Sævar var spurður út í sjálfan sig sem leikmann og hann sagðist hafa breyst síðustu ár.
„Við vorum ekki mikið með boltann í Lyngby svo ég er góður í varnarleik. En ég get líka skorað mörk og er góður í að taka hlaup inn í teiginn. Ég hef margt fram að færa en ég er fyrst og fremst liðsmaður með mikla orku," svaraði Sævar. Hann segir að ekkert sé frágengið í sínum málum en Brann sé efst á blaði hjá sér.
Sævar lék undir stjórn Freys Alexanderssonar hjá Lyngby og Leiknismennirnir verða því sameinaðir á ný. Fyrir hjá Brann er einn íslenskur leikmaður, Eggert Aron Guðmundsson.
Sævar getur ekki fengið leikheimild með Brann fyrr en þegar norski glugginn opnar 12. júlí og mun hann halda í sumarfrí eftir að hafa gengið frá samningum við Brann. Liðið situr í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar.
Sævar er 24 ára fjölhæfur sóknarmaður sem getur bæði spilað í fremstu línu og á miðsvæðinu. Hann hefur verið hjá Lyngby frá sumrinu 2021 þegar hann var keyptur frá uppeldisfélaginu Leikni.
Athugasemdir