Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. september 2022 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætla sér að kaupa Kulusevski, sama hvað gerist
Dejan Kulusevski.
Dejan Kulusevski.
Mynd: EPA
Sænski kantmaðurinn Dejan Kulusevski hefur verið á láni hjá Tottenham frá því í janúar.

Hann er í eigu Juventus á Ítalíu, en Tottenham ætlar sér að kaupa leikmanninn eftir leiktíðina.

Ef hann spilar 20 leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og Spurs kemst í Meistaradeildina þá þarf félagið að kaupa hann á 35 milljónir evra.

Ef þessi klásúla verður ekki virkjuð, þá ætlar Tottenham samt að kaupa hann. Félagið er áfram með kaupákvæði en þarf ekki endilega að virkja það ef þessi skilyrði sem eru nefnd hér að ofan verða ekki uppfyllt, en félagið ætlar að kaupa hann sama hvað gerist.

Kulusevski, sem er 22 ára, hefur leikið vel frá því hann kom til Tottenham og hefur sjálfur talað um að honum líði vel með það að spila undir stjórn Antonio Conte hjá Lundúnafélaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner