Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 28. september 2022 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Barcelona hefur tök á því að fá Messi aftur
Lionel Messi kvaddi Barcelona með tárin í augunum
Lionel Messi kvaddi Barcelona með tárin í augunum
Mynd: Getty Images

Lionel Messi lék með Barcelona frá árinu 2004 til 2021 en hann neyddist til að yfirgefa félagið á síðasta ári vegna fjárhagsvandræða félagsins.


Það gekk brösulega að semja um nýjan samning við Argentínumanninn sem að lokum fór til PSG í Frakklandi.

Vangaveltur hafa verið um það hvort Messi muni einhvern tíman aftur spila fyrir Barcelona en Eduard Romeu varaforseti efnahagsmála hjá Barcelona segir að það yrði möguleiki fyrir Barcelona að semja við Messi næsta sumar.

„Það er fjárhagslegur mörguleiki því ef hann myndi snúa aftur væri það á frjálsri sölu," sagði Romeu.

„Það er hins vegar ákvörðun sem þjálfarateymið og leikmaðurinn taka. Ég kem ekki nálægt því en þetta er möguleiki. Hann er goðsögn hjá félaginu. Þetta verður alltaf hans heimili."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner