
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir hefur verið að koma sterk inn í liðið hjá Stjörnunni seinni hluta sumars.
Þessi efnilegi leikmaður er að koma til baka eftir meiðsli. Hún spilaði með Álftanesi í 2. deild fyrri hluta sumars og skoraði þar fjórum mörkum í fjórum leikjum.
Þessi efnilegi leikmaður er að koma til baka eftir meiðsli. Hún spilaði með Álftanesi í 2. deild fyrri hluta sumars og skoraði þar fjórum mörkum í fjórum leikjum.
Hún sneri svo aftur í Stjörnuna og er hún búin að gera tvö mörk í sex leikjum í Bestu deildinni. Hún átti stórleik gegn Þór/KA á dögunum og var valin í lið umferðarinnar hér á Fótbolta.net.
„Hún var gjörsamlega frábær gegn Þór/KA," sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, í Heimavellinum.
„Við fengum kvíðakast að horfa á Einherja á móti Álftanesi fyrr í sumar. Hún labbaði þar fram hjá varnarmönnum eins og að drekka vatn," sagði Óskar jafnframt.
„Svo gerir hún það í Bestu deildinni líka," sagði Aníta Lísa Svansdóttir, sem þjálfar Fram með Óskari, en þau voru fegin að sleppa við að mæta Anítu í sumar.
Þetta er spennandi leikmaður en hún hefur hjálpað Stjörnunni að komast upp í annað sætið. Liðið er í kjörstöðu að ná Meistaradeildarsæti þegar ein umferð er eftir, en rætt var um það í Heimavellinum. Alla umræðuna má sjá hér að neðan.
Athugasemdir