Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. september 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Samúð mun ekki hjálpa Maguire - „Ég vorkenndi honum"
Harry Maguire
Harry Maguire
Mynd: EPA
Jamie Carragher
Jamie Carragher
Mynd: Getty Images
Enski varnarmaðurinn Harry Maguire hefur átt tvö erfið ár hjá Manchester United en getur komist aftur á þann stað sem hann var á? Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, skrifaði aðeins um Maguire í Telegraph.

Manchester United keypti Maguire frá Leicester City á 80 milljónir punda fyrir þremur árum. Hann spilaði vel á fyrsta tímabili sínu þar en síðustu tvö ár hafa reynst honum erfið.

Fyrirliðinn hefur átt hverja slæmu frammistöðuna á fætur annarri og hefur nú misst sæti sitt í liði United. Hann er þó enn í miklum metum hjá Gareth Southgate, þjálfara enska landsliðsins, en það sást bersýnilega að hann er veiki hlekkurinn í því liði.

Maguire gerði tvö afdrifarík mistök í 3-3 jafntefli Englands við Þýskaland á dögunum og beinast nú stóru spurningarnar að varnarmanninum og Southgate.

„Spurning mín til Maguire er þessi: Ertu enn með sömu heift í þér?," skrifaði Carragher í dálk sínum í Telegraph.

„Það lítur alltof oft út fyrir það að hann sé með heiminn á herðum sér, eins og hann sé kanína sem er brugðið frekar en þessi áreiðanlegi miðvörður sem hann var."

„Ég held að það sé of seint fyrir feril hans hjá félagsliðinu. Ég skrifaði á síðasta ári að hann væri að berjast fyrir stöðu sinni hjá Manchester United."

„Þetta þarf að vera síðasta tímabil hans á Old Trafford og byrja upp á nýtt. Núna er þetta vandamál enska landsliðsins. Ég vorkenndi honum þegar ég horfði á síðustu tvo leiki hans fyrir landsliðið, en það lítur ekki vel út fyrir íþróttamenn."

„Samúð mun ekki koma honum á þann stað sem hann var á fyrir tveimur árum

„Gagnrýnin á frammistöðu hans gegn Þýskalandi á rétt á sér og er sanngjörn og nú verður Southgate að komast að því hvort Maguire sé andlega klár í HM og hvort hann geti sýnt það að hann hafi yfirstigið þau vandamál."

„Þetta er eitthvað sem Maguire hefur átt í erfiðleikum með áður. Hvernig getur þjálfarinn tekið svona stóra ákvörðun fyrir opnunarleikinn fyrir Íran nema hann sé að spila fyrir félagsliðið?" sagði Carragher og spurði.
Athugasemdir
banner
banner
banner