Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 28. september 2023 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Tólfti heimaleikur Man Utd í röð - „Líkurnar eru 0,0244%“
Man Utd hefur verið afar heppið síðustu þrjú tímabil
Man Utd hefur verið afar heppið síðustu þrjú tímabil
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Manchester United mætir Newcastle United á Old Trafford í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins, en það vekur sérstaka athygli þar sem þetta er tólfti leikurinn í röð sem United fær heimaleik í dráttum ensku bikarkeppnanna.

Síðustu fjögur tímabil hefur United verið heppið með drætti.

Þegar gögnin eru skoðuð hefur United spilað síðustu sex leiki í enska bikarnum á heimavelli, auðvitað fyrir utan undanúrslit og úrslit, sem eru spiluð á hlutlausum velli.

Svipaðar tölur má finna í deildabikarnum en liðið hefur fengið heimaleik í síðustu sjö skipti þar. United fékk útileik síðast gegn Everton í desember árið 2020. Þá eru undanúrslit og úrslit ekki tekin með í dæmið, en undanúrslit eru heima og að heiman og úrslitin á hlutlausum velli.

Ef keppnirnar eru teknar saman þá hefur liðið fengið heimaleik tólf sinnum í röð. Man Utd dróst síðast á útivelli gegn Leicester í enska bikarnum í mars fyrir tveimur árum.

Líkurnar eru nánast stjarnfræðilegar á að þetta geti gerst eða í kringum 0,0244%, það er að segja ef dregið er af handahófi.

Allir heimaleikir Man Utd í bikarkeppnunum:
Man Utd - Newcastle (deildabikarinn - október 2023)
Man Utd - Crystal Palace (deildabikarinn - 26. september 2023)
Man Utd - Fulham (enski bikarinn - 19. mars 2023)
Man Utd - West Ham (enski bikarinn - 1. mars 2023)
Man Utd - Reading (enski bikarinn - 26. janúar 2023)
Man Utd - Charlton (deildabikarinn - 10. janúar 2023)
Man Utd - Everton (enski bikarinn - 6. janúar 2023)
Man Utd - Burnley (deildabikarinn - 21. desember 2022)
Man Utd - Aston Villa (deildabikarinn - 10. nóvember 2022)
Man Utd - Middlesbrough (enski bikarinn - 4. febrúar 2022)
Man Utd - Aston Villa (enski bikarinn - 10. janúar 2022)
Man Utd - West Ham (deildabikarinn - 22. september 2021)


Athugasemdir
banner
banner
banner