Spænski hægri bakvörðurinn Dani Carvajal verður ekki með Real Madrid næstu vikur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 5-2 tapinu gegn grönnunum í Atlético Madríd í gær.
Carvajal, sem var meira og minna frá allt síðasta tímabil vegna krossbandsslita, fór af velli eftir tæpan klukkutíma leik vegna meiðsla.
Real Madrid hefur gefið það út að hann verði frá í að minnsta kosti fjórar vikur.
Þetta þýðir að Real er ekki með leikfæran hægri bakvörð í hópnum, en Trent Alexander-Arnold, sem kom til félagsins frá Liverpool í sumar, er einnig á meiðslalistanum.
Madrídingar eiga marga erfiða leiki næsta mánuðinn eða svo, en liðið mætir Barcelona í deildinni og spilar þá við Juventus og Liverpool í Meistaradeildinni.
Athugasemdir