Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
banner
   lau 27. september 2025 22:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Juventus nýtti sér ekki liðsmuninn - Annar sigur Inter í röð
Lautaro Martinez skoraði fyrir Inter
Lautaro Martinez skoraði fyrir Inter
Mynd: EPA
Juventus mistókst að komast á toppinn í ítölsku deildinni í dag en liðið gerði jafntefli gegn Atalanta.

Kamaldeen Sulemana kom Atalanta yfir í blálok fyrri hálfleiks. Þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma jafnaði Juan Cabal metin en þetta var fyrsta mark hans fyrir liðið.

Stuttu síðar fékk Marten de Roon sitt annað gula spjald en Juventus tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og jafntefli var niðurstaðan.

Inter vann annan leikinn sinn í röð eftiir tvö töp í röð þegar liðið lagði Cagliari sem hafði unnið tvo leiki í röð. Nýliðar Cremonese eru enn ósigraðir eftir jafntefli gegn Como.

Cagliari 0 - 2 Inter
0-1 Lautaro Martinez ('9 )
0-2 Pio Esposito ('82 )

Como 1 - 1 Cremonese
1-0 Nico Paz ('32 )
1-1 Federico Baschirotto ('69 )
Rautt spjald: Jesus Rodriguez, Como ('82)

Juventus 1 - 1 Atalanta
0-1 Kamaldeen Sulemana ('45 )
1-1 Juan Cabal ('78 )
Rautt spjald: Marten de Roon, Atalanta ('80)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 4 4 0 0 9 3 +6 12
2 Juventus 5 3 2 0 9 5 +4 11
3 Inter 5 3 0 2 13 7 +6 9
4 Atalanta 5 2 3 0 10 4 +6 9
5 Milan 4 3 0 1 7 2 +5 9
6 Roma 4 3 0 1 3 1 +2 9
7 Cremonese 5 2 3 0 6 4 +2 9
8 Como 5 2 2 1 6 4 +2 8
9 Cagliari 5 2 1 2 5 5 0 7
10 Udinese 4 2 1 1 4 5 -1 7
11 Bologna 4 2 0 2 3 3 0 6
12 Torino 4 1 1 2 1 8 -7 4
13 Lazio 4 1 0 3 4 4 0 3
14 Sassuolo 4 1 0 3 4 7 -3 3
15 Verona 4 0 3 1 2 6 -4 3
16 Genoa 4 0 2 2 2 4 -2 2
17 Fiorentina 4 0 2 2 3 6 -3 2
18 Parma 4 0 2 2 1 5 -4 2
19 Pisa 4 0 1 3 3 6 -3 1
20 Lecce 4 0 1 3 2 8 -6 1
Athugasemdir